Mikilvægt að tilkynna bógkreppu eða aðra hugsanlega erfðagalla
28.04.2025
|
Ef lömb fæðast sem bera hugsanlega einkenni bógkreppu er áfram mikill akkur í því að fá úr þeim DNA sýni. Enn er í þróun erfðapróf fyrir bógkreppu og mikilvægur liður í að bæta það próf er að fá sýni úr lömbum sem örugglega bera þennan erfðagalla. Hvað á að gera ef fæðist vanskapað lamb og grunur er um að það sé vegna bógkreppu? Yfirleitt drepast þessi lömb í burði. Engu að síður er best að gefa þeim lambanúmer og taka úr þeim DNA sýni. Nota má sömu hylki og notuð eru vegna riðuarfgerðargreininga. DNA sýnið er skráð undir „aðrar arfgerðargreiningar“ og Matís skráð sem greiningaraðili.
Lesa meira